Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Áhrif heimavallarins mest í jöfnum leikjum

17.09.2018

Handbolti er á topp fimm yfir fjölmennustu íþróttagreinar Íslands. Handbolti er spilaður af um 19 milljón manns í dag og hefur verið Ólympíugrein í karlaflokki síðan 1972 og kvennaflokki frá árinu 1976. Þrátt fyrir vinsældir greinarinnar hefur ekki mikið verið gefið út af ritrýndum fræðigreinum um hana. Nýjasta tölublað af fræðitímaritinu Journal of Human Kinetics er hins vegar helgað rannsóknum á handbolta og er áhugavert að skoða niðurstöður rannsóknanna og viðfangsefni greinanna í tímaritinu. Dr. Jose M. Saavedra, prófessor við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður PAPESH rannsóknasetursins sér um útgáfuna sem gestaritstjóri, enda hefur hann rannsakað ýmsa þætti íþróttarinnar og þjálfunar handknattleikfólks í fjölda ára. Þetta er í fyrsta sinn sem virt, ritrýnt vísindarit tileinkar handbolta sérstakt tölublað. Fjöldi greina er tileinkaður þjálfun í handbolta og þar sem íþróttin er ein sú vinsælasta hér á landi má gera ráð fyrir að margir hafi áhuga á því sem þar er fjallað um. 

Í tímaritinu eru 15 ritrýndar vísindagreinar eftir fræðimenn frá 11 löndum. Ein greinin skoðar áhrif dóma í leik og önnur hvort heimavöllur skipti máli varðandi úrslit leikja. Þær niðurstöður sýna að forskotið sem heimavöllur veitir nýtist aðeins ef liðin eru jöfn í lok leiks. Einnig sýna niðurstöður sem birtar eru í tímaritinu að líkamleg geta í handbolta er önnur á morgnana en á kvöldin. Meðfylgjandi er mynd af Dr. Jose M. Saavedra.

Hér má lesa Journal of Human Kinetics.