Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
16

Taekwondodeild Keflavíkur til fyrirmyndar

11.09.2018

Taekwondodeild Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ laugardaginn 8. september síðastliðinn. Þennan dag var tekin í notkun ný og glæsileg aðstaða deildarinnar að Smiðjuvöllum 5 Reykjanesbæ. Það var Þráinn Hafsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti formanni deildarinnar Jóni Oddi Guðmundssyni viðurkenninguna að viðstöddu fjölmenni. Þess má geta að Keflavík íþrótta- og ungmennafélag er fyrirmyndarfélag í heild sinni þar sem allar deildir félagsins hafa þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.

Myndirnar með fréttinni tók ljósmyndarinn TRpro.

Myndir með frétt