Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Buenos Aires 2018 – Ungur áhrifavaldur

16.07.2018

Ólympíuleikar ungmenna fara fram í október í Buenos Aires í Argentínu. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir mun taka þátt í leikunum fyrir hönd Íslands sem ungur áhrifavaldur (Young Changemaker) en um er að ræða verkefni á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar sem felur í sér að halda utan um fjölbreytta fræðslu og afþreyingu fyrir keppendur á leikunum. Ingibjörg Kristín keppti sjálf á Ólympíuleikum ungmenna í Singapore árið 2010 og hefur mikla reynslu af þátttöku í stórmótum í gegnum árin en hún hefur átt langan og farsælan feril sem afreksíþróttakona í sundi.

Í síðustu viku kom í heimsókn til ÍSÍ aðili á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) til að þjálfa Ingibjörgu í þessu hlutverki. Ana Jelusic frá Króatíu er ein af starfsmönnum IOC sem hefur það hlutverk að fara á milli landa og undirbúa þátttakendur í Young Changemaker verkefninu, en Ana keppti sjálf í alpagreinum skíðaíþrótta og tók þátt í Vetrarólympíuleikunum 2002, 2006 og 2010.
Að 
sögn Ana gekk þjálfunin vel og hrósaði hún ÍSÍ fyrir að hafa valið mjög hæfan einstakling í þetta hlutverk. 

Á meðfylgjandi mynd eru þær Ana (til vinstri) og Ingibjörg Kristín á góðri stund í miðbæ Reykjavíkur eftir að þjálfuninni lauk. Ana hreifst mjög af Íslandi og nýtti frítíma sinn hér á landi til að skoða sig aðeins um.