Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Hardy Fink frá FIG hélt fyrirlestur fyrir íslenska fimleikaþjálfara

21.06.2018

Helsti fræðslusérfræðingur Alþjóða Fimleikasambandsins (FIG), Hardy Fink, hélt fyrirlestra tvö kvöld í röð nýlega á vegum Fimleikasambands Íslands. Hardy sér um fræðslukerfi FIG, en hann hefur byggt kerfið markvisst upp síðustu áratugina og ferðast heimshorna á milli með fræðslu og ráðgjöf því tengdu. Fimleikasambandið í samstarfi við fræðslunefnd fékk styrk frá Ólympíusamhjálpinni fyrir komu Hardy.

Öllum fimleikafélögum á landinu var boðið að sitja fyrirlestarana tvo endurgjaldslaust. Fyrirlestrarnir voru vel sóttir af þjálfurum úr öllum greinum innan fimleikanna, en tæplega 60 manns allstaðar að af landinu mættu. Málefnin sem tekin voru fyrir voru aflfræði, skipulagning, andlegur undirbúningur keppenda, ásamt ákefð í æfingum ungra barna. Fyrirlestrarnir eru hluti af sérgreinanámskeiði 3A hjá FSÍ en námskeiðinu verður framhaldið í janúar 2019. Hardy kíkti einnig á landsliðsæfingar hjá karlaliðinu og fór á úrvalshópaæfingu drengja í áhaldafimleikum þar sem hann gaf í kjölfarið ráð varðandi fræðslu og uppbyggingu.

Myndir með frétt