Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Hlaðvarp á Ólympíustöðinni

15.06.2018

Ólympíustöðin er ókeypis vettvangur sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum allt árið um kring. Á stöðinni eru einnig þáttaseríur sem tengjast hinum ýmsu íþróttagreinum og viðtöl við íþróttafólk, en stöðin leggur áherslu á afreksíþróttamenn og þeirra leið að meiri árangri. Nýlega bættist enn við flóruna hjá Ólympíustöðinni, en vikulega er boðið upp á hlaðvarp (podcast) sem kallast „Hugsaðu eins og Ólympíufari“ (Think like an Olympian). Hlaðvarpið má nálgast hér.

Í tengslum við Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í ár má nú finna stutta samantekt um fyrirmynd argentíska knattspyrnumannsins Lionel Messi, en það er argentíski siglingamaðurinn og Ólympíugullverðlaunahafinn Santiago Lange. Þessa skemmtilegu samantekt má sjá hér: Who is Messi´s hero.

Ólympíustöðin er á samfélagsmiðlasíðunum FacebookInstagramTwitter og YouTube.