Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Laus störf hjá ÍSÍ

04.06.2018

 

Verkefnastjóri á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Góðir samskiptahæfileikar.
Góð íslenskukunnátta í máli og riti.
Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli.
Aukin tungumálakunnátta kostur (franska, þýska).
Mjög góð tölvukunnátta.
Sjálfstæð vinnubrögð.
Að viðkomandi sé talnaglöggur er mikill kostur.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.


Verkefnastjóri á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Almenningsíþróttasvið ÍSÍ. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Almennings-íþróttasviðs ÍSÍ.

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun og/eða starfsreynsla sem nýst getur í starfi.
Góðir samskiptahæfileikar.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli.
Mjög góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum.
Mikill áhugi á heilsueflingu og hreyfingu.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.


Umsóknum skal skilað á netfangið isi@isi.is eða á skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 104 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2018.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er æðsti aðili hinnar frjálsu íþróttastarfsemi á Íslandi með um 180.000 félagsmenn og 100.000 iðkendur. Hátt í 1.300 starfseiningar eru innan ÍSÍ, þ.e. 32 sérsambönd, 25 íþróttahéruð, 450 íþrótta- og ungmennafélög og rúmlega 800 deildir þeirra. Starfsemi ÍSÍ skiptist í þrjú svið; Almenningsíþróttasvið, Afreks- og Ólympíusvið og Þróunar- og fræðslusvið.
ÍSÍ er aðili að Alþjóðaólympíunefndinni (IOC).