7. ársþing Skylmingasambands Íslands
7. ársþing Skylmingasambands Íslands (SKY) var haldið 24. maí 2018 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, en þing sambandsins eru haldin annað hvert ár. Alls sóttu þingið 15 fulltrúar frá þremur aðildarsamböndum SKY. Anna Karlsdóttir varaformaður flutti skýrslu stjórnar og formaður sambandsins Nikolay Mateev reikninga þess, en sambandið var rekið með hagnaði bæði rekstrarárin. Á þinginu voru kynntar breytingar á móta- og keppendareglum, svo og hvata- og styrktarkerfi sambandsins til afreks- og landsliðsfólks. Á þinginu var skrifað undir styrktarsamning Orkusölunnar við SKY til næstu ára.
Nikolay Mateev var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og aðrir í stjórn eru Anna Karlsdóttir, Kristmundur Bergsveinsson, Ólafur Bjarnason og Þorbjörg Ágústsdóttir. Varamenn í stjórn eru Guðjón Ingi Gestsson, Ingibjörg Laufey Guðlaugsdóttir og Sævar Baldur Lúðvigsson. Sigríður Jónsdóttir var þingforseti og ávarpaði þingið sem fulltrúi ÍSÍ og flutti kveðjur forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórnar.