Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Ungir ljósmyndarar fá tækifæri í BuenosAires 2018

17.05.2018

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leitar nú að ungum framúrskarandi ljósmyndurum á aldrinum 18-24 ára sem hafa áhuga á að taka þátt í skemmtilegu og fræðandi ljósmyndaverkefni á Ólympíuleikum ungmenna (Youth Olympic Games - YOG) í Buenos Aires í september 2018. IOC mun velja sex ljósmyndara, þrjár konur og þrjá karla, til þess að taka þátt í verkefninu. Leiðbeinendur í verkefninu eru margverðlaunaðir ljósmyndarar í íþróttaheiminum, Bob Martin, Simon Bruty, Thomas Lovelock, Joel Markland og Nick Didlick. 

Þeir sex þátttakendur sem valdir verða úr hópi umsækjenda munu dvelja í Buenos Aires frá 30. september til 19. október og munu þeir öðlast einstakt tækifæri til þess að læra meira í ljósmyndun og safna efni í sína eigin ljósmyndamöppu. IOC greiðir kostnað fyrir þátttakendurna, flug, mat og gistingu. 

Nánari upplýsingar um verkefnið og umsókn má nálgast hér. Sækja þarf um fyrir 15. júní 2018.