Vel heppnað Grunnskólamót UMSK
11.05.2018
Grunnskólamót UMSK í blaki fór fram á gervigrasinu í Kórnum í Kópavogi þann 9. maí sl. Hátt í áttahundruð börn úr 4. - 7. bekk í 15 grunnskólum á UMSK svæðinu (Mosfellsbæ, Garðabæ og Kópavogi) mættu og skemmtu sér frábærlega í skemmtilegri íþrótt. Spilað var nokkurskonar krakkablak þar sem tveir eru á vellinum í einu úr hvoru liði og fór leikur fram á 64 blakvöllum. Verkefnið var samstarfsverkefni UMSK og Blaksambands Íslands og fékk verkefnið styrk frá Ólympíusamhjálpinni. Mótið gekk vel, krakkarnir skemmtu sér og sýndu flotta takta.