Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Nemendur úr HR í starfsnámi

10.05.2018

Þeir Birgir Viktor Hannesson og Marinó Ingi Adolfsson, sem stunda nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík, hafa verið í starfsnámi hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í þrjár vikur. Þeir hafa hjálpað til við nokkur verkefni, m.a. blakmót UMSK og Blaksambands Íslands. Mótið er grunnskólamót fyrir alla nemendur í 4.-7. bekk sem stunda nám við grunnskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. ÍSÍ þakkar þeim félögum fyrir sýndan áhuga á starfsemi ÍSÍ og óskar þeim góðs gengis í áframhaldandi námi.