Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

110 ára afmæli Fram

07.05.2018

Knattspyrnufélagið Fram hélt upp á 110 ára afmæli félagsins dagana 30. apríl og 1. maí síðastliðinn

Þann 30. apríl var afmælishátíð í veislusal félagsins þar sem stuðningsmenn þess á öllum aldri gerðu sér glaðan dag og veittar voru heiðursviðurkenningar Fram.
Þann 1. maí var svo hið hefðbundna afmæliskaffi Fram þar sem öllum félagsmönnum var boðið í afmæliskaffi í veislusalnum, veitt voru heiðursmerki sérsambanda og flutt skemmtiatriði fyrir börnin í íþróttasalnum.
Vel var mætt á báða þessa viðburði en í veislukaffið mættu á milli 300-400 manns og var þétt setið. Krakkarnir skemmtu sér vel í salnum og þeir eldri ræddu málin yfir glæsilegum morgunmat og afmælisköku.
Sigríður Jónsdóttir varaforseti afhenti heiðursviðurkenningar fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ í afmæliskaffi félagsins. Guðjón Jónsson, Þór Björnsson, Stefán Hilmarsson og Þorbjörg Gunnarsdóttir voru öll sæmd Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Á myndinni eru Stefán og Þór, ásamt Sigríði en Guðjón og Þorbjörg voru fjarverandi.