Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

71. ársþing HSS

04.05.2018

71. ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið að Laugarhóli í Bjarnarfirði 3. maí 2018. Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og bar kveðjur frá forseta, framkvæmdastjórn og starfsfólki ÍSÍ. Garðar þakkaði sérstaklega fyrir móttökur við heimsókn stjórnar ÍSÍ á sambandssvæði HSS síðastliðið haust. 

Þingið var vel sótt en öll aðildarfélög sendu fulltrúa á þingið samkvæmt kjörbréfum. Í ársreikningum kom fram góður hagnaður og í skýrslu stjórnar var komið inn á samstarf sambandssins og aðildarfélaga við önnur héruð og félög. Slíkt samstarf getur eflt íþróttastarf í fámennari héruðum. Þingforsetar voru þeir Jóhann B. Arnbjörnsson og Björn Torfason.
Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og góðar umræður fóru fram í nefndum þingsins. Samþykkt var að auka stuðning við aðildarfélög úr sérsjóði HSS og var umsóknarfrestur lengdur vegna þessa.
Vignir Örn Pálsson gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið eftir tæpan áratug í starfi og var Jóhann B. Arnbjörnsson kjörinn nýr formaður sambandsins. Aðrir í stjórn eru Ragnar Bragason, Eiríkur Valdimarsson, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og Guðbjörg Hauksdóttir.
Fyrirhugað er að ráða starfsmann til starfa fyrir sambandið í sumar.

Á meðfylgjandi mynd er fráfarandi formaður HSS, Vignir Örn Pálsson, ásamt Jóhanni B. Arnbjörnssyni, nýkjörnum formanni sambandsins.