Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Nýr framkvæmdastjóri UDN

17.04.2018

Jón Egill Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Jón tók við starfinu af Svönu Hrönn Jóhannsdóttur, rétt eftir miðjan mars sl. Hann er jafnframt íþrótta- og tómstundafulltrúi Dalabyggðar. Saman munu Jón Egill og Svana Hrönn, sem ráðin hefur verið í starf framkvæmdastjóra Glímusambands Íslands, vinna að því að skipuleggja 100 ára afmæli UDN þann 24. maí, en það er stærsti viðburðurinn sem framundan er hjá UDN. 

UDN hét upphaflega Hjeraðssamband Dalamanna (Hs. Dm) og var stofnað á Kirkjubóli í Saurbæ 24. maí árið 1918. Fjögur félög stóðu að stofnuninni; Umf. Ólafur pái, Umf. Unnur djúpúðga, Umf. Dögun og Umf. Stjarnan. Árið 1926 er nafni félagsins breytt í Ungmennasamband Dalamanna (UMSD). Árið 1971 gekk svo Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga inn í Ungmennasamband Dalamanna og heitir sambandið eftir það Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, sem stytt er UDN. Núverandi aðildarfélög UDN eru Umf. Æskan, Umf. Ólafur Pái, Umf. Dögun, Umf. Stjarnan, Umf. Afturelding, Hestamannafélagið Glaður og Glímufélag Dalamanna. Starfsvæði Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga er Dalasýsla og Austur-Barðastrandarsýsla.