Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Heiðranir á ársþingi FRÍ

12.04.2018

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) fór fram í Smáranum í Kópavogi dagana 23.-24. mars sl. Þingið var afar starfsamt og voru 54 tillögur afgreiddar. Þingforsetar voru þau Pétur Hrafn Sigurðsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir og stýrði þau þinginu af röggsemi. Þingð var í fyrsta sinn rafrænt. Freyr Ólafsson var endurkjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára en með honum í stjórn eru Fjóla Signý Hannesdóttir, Guðlaug Baldvinsdóttir, Gunnar Svavarsson og Kári Steinn Karlsson. Í varastjórn sambandsins sitja Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Björg Ágústsdóttir, Eiríkur Mörk, Helgi Sigurður Haraldsson og Þórunn Erlingsdóttir.

Á þinginu heiðraði ÍSÍ fjóra einstaklinga. Lóa Björk Hallsdóttir var sæmd Silfurmerki ÍSÍ og þau Fríða Rún Þórðardóttir, Sigurður Haraldsson og Þorsteinn Þorsteinsson voru sæmd Gullmerki ÍSÍ en öll hafa þau starfað ötullega í frjálsíþróttahreyfingunni. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Gunnar ávarpaði þingið við setningu þess og afhenti heiðursviðurkenningarnar til ofangreindra, utan Fríðu Rúnar sem var fjarverandi við þingsetningu og fékk því merkið afhent síðar á þinginu. Á myndinni má sjá, frá vinstri talið: Gunnar, Lóu Björk, Þorstein og Sigurð.

Nánari upplýsingar um mál sem afgreidd voru á þingi FRÍ, myndir frá þinginu, upplýsingar um heiðranir FRÍ og skipan nefnda og ráða má finna á heimasíðu FRÍ, www.fri.is.

Myndir sem birtast með þessari frétt eru fengnar af www.fri.is.

 

Myndir með frétt