Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Skilafrestur starfsskýrslna til ÍSÍ að renna út

11.04.2018

Sambandsaðilar ÍSÍ, íþrótta- og ungmennafélög og deildir þeirra eru minnt á að skilafrestur á starfsskýrslum til ÍSÍ rennur út um helgina, eða nánar tiltekið 15. apríl nk. ÍSÍ hvetur alla viðkomandi til að ljúka skilum sem fyrst í gegnum Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ,  https://felix.is.
Bent er á að leiðbeiningar um starfsskýrsluskil er að finna í Handbók sem hægt er að nálgast inni í Felix kerfinu, þegar búið er að skrá sig þar inn. Nánari upplýsingar og aðstoð veitir Elías Atlason, verkefnastjóri Felix (elias@isi.is) á skrifstofu ÍSÍ.

Þeim samböndum og félögum sem þegar hafa skilað inn starfsskýrslu vegna ársins 2017 er þakkað fyrir skjót og góð skil.

Aðili, sem ekki skilar skýrslum í tæka tíð, getur misst rétt til þátttöku í íþróttaþingi, svo og í opinberum íþróttamótum þar til skýrslum hefur verið skilað eða samið við framkvæmdastjórn ÍSÍ um stuttan frest til þess, sbr. 8. grein laga ÍSÍ.
Þeir sambandsaðilar sem ekki hafa enn haldið sína aðalfundi, geta sótt um frest til að skila ársreikningshluta skýrslunnar fram yfir aðalfund viðkomandi. 
Umsókn um frest þarf að senda skriflega á netfangið isi@isi.is með afriti til viðkomandi íþróttahéraðs.

ÍSÍ hvetur öll íþrótta- og ungmennafélög sem eiga eftir að skila starfsskýrslum að skila þeim innan lögbundins skilafrests og leggja ÍSÍ þannig lið við mikilvæga öflun og vinnslu tölfræði um stærð og samsetningu íþróttahreyfingarinnar.