Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Keppni hefst hjá Hilmari Snæ á morgun

13.03.2018

Á morgun 14. mars (laust eftir miðnætti í dag að íslenskum tíma kl. 00:25) hefst keppni hjá Hilmari Snæ Örvarssyni á Vetrar-Paralympics í PyeongChang í Kóreu. Vegna aðstæðna hefur mótsstjórn ákveðið að snúa við dagskránni í alpagreinum en upphaflega stóð til að Hilmar myndi keppa í svigi 14. mars en nú keppir hann í stórsvigi fyrst (14. mars) og síðan í svigi þann 17. mars.

Hilmar verður studdur áfram af góðum gestum en Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs eru mættir ytra til að fylgjast með gangi mála. Þá er von á Helgu Steinunni Guðmundsdóttur fyrrum varaforseta ÍSÍ ytra og Ásmundi Einari Daðasyni velferðarráðherra sem fylgjast mun með keppninni frá 16. mars.

RÚV sýnir beint frá keppni Hilmars í nótt, útsending frá fyrri ferðinni hefst kl. 00:25 og síðari ferðin hefst kl. 04:55 að íslenskum tíma.