Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Íslenski keppnishópurinn boðinn velkominn

08.03.2018

Íslenski keppnishópurinn var í gær boðinn velkominn í Paralympic-þorpið á Vetrar-Paralympics sem nú standa yfir í PyeongChang í Suður-Kóreu. Eftir langt og strangt ferðalag voru þeir Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður, Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari og Einar Bjarnason aðstoðarþjálfari mættir við mótttökuathöfnina.

Við móttökuathöfnina var skipst á gjöfum við borgarstjóra Paralympic-þorpsins en gjöf Íslands er unninn úr hrauni og er vatnsskorinn Íslandsmynd í stein hönnuð af gullsmíðafyrirtækingu SIGN.

Í dag, fimmtudaginn 8. mars, verða æfingar hjá hópnum og föstudaginn 9. mars fer opnunarhátíð leikanna fram þar sem Hilmar verður fánaberi Íslands. Hilmar verður á leikunum fyrstur Íslendinga til að keppa í standandi flokki á Vetrar-Paralympics og jafnframt yngsti keppandi Íslands frá upphafi.

Búist er við tæplega 700 keppendum í PyeongChang. Það er um 25% aukning á fjölda íþróttamanna frá síðustu Vetrar-Paralympics sem fram fóru 2014 í Sochi í Rússlandi. Keppni í alpagreinum mun fara fram á Jeongseon svæðinu en Hilmar Snær keppir dagana 14. mars í svigi og þann 17. mars í stórsvigi.

Meðfylgjandi myndir eru frá athöfninni. 

Myndir með frétt