Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Tæplega helmingur íþróttafólks treystir ekki á gagnsæi í íþróttum

06.03.2018

Í nóvember á síðasta ári fór fram könnun á vegum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) sem fjallar um réttindi íþróttafólks. Hugmyndin er að til verði sáttmáli um réttindi íþróttafólks í Alþjóðalyfjareglunum, en markmiðið með slíkum sáttmála er að tryggja og auka réttindi íþróttafólks. 125 íslenskir íþróttamenn tóku þátt í könnuninni, sem náði til 50 landa. Markmiðið með henni var að fá að heyra viðhorf íþróttafólks til hugsanlegra breytinga á lyfjaeftirliti á alþjóðavísu. 

Niðurstöður könnunarinnar:

44% konur, 54% karlar og 2% svöruðu ekki um kyn.
Meðalaldur var 27.9 ár.
Yfir 70% af íþróttafólkinu keppir á efsta afreksstigi, Ólympíuleikum og Paralympics (Ólympíumóti fatlaðra).

Eftirfarandi tölfræði sýnir að helmingur íslensks íþróttafólks sem tók þátt í könnuninni telur að kerfið sé ekki nógu gagnsætt eða traust til þess að ná öllum þeim sem svindla og treystir því ekki að það sé að keppa á jafnréttisgrundvelli. 

Íslenskt íþróttafólk - Helstu niðurstöður:

46% telja sig ekki fá að njóta þeirra grunnréttinda sinna að stunda hreinar og heiðarlegar íþróttir.
62% telja að uppljóstrarar (um óheiðarleika í íþróttum) eigi að fá mildari dóma, hafi þeir einnig gerst brotlegir.
39% finnast þau ekki njóta þeirra réttinda að geta haft áhrif á baráttuna gegn lyfjamisnotkun.
85% vilja aðstoða FairSport í þeirra stefnu að útrýma svindli í íþróttum.

Vefsíða FairSport er fairsport.org.

Vefsíða Lyfjaeftirlits ÍSÍ er lyfjaeftirlit.is.