Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

31. Karateþing fór fram um helgina

26.02.201831. Karateþing var haldið laugardaginn 24. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um 25 fulltrúar karatefélaganna á landinu tóku þátt í þingstörfunum. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sótti þingið af hálfu ÍSÍ.

Nokkur mál lágu fyrir þinginu, Afreksstefna KAÍ fyrir 2018 – 2022, fjárhagsáætlun 2018 auk tillagna um fjölda réttindadómara á mótum, að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins, að sambandið setji sér stefnu um viðbrögð við höfuðáverka og heilahristingi í íþróttinni, að skylda félögin til að tilnefna nefndarmann í mótanefnd KAÍ og nýjar ferðareglur í keppnisferðum sambandsins voru kynntar.

Nokkrar umræður urðu um Afreksstefnu KAÍ og tók hún lítilsháttar breytingum í umfjöllun allsherjarnefndar. Hún var síðan samþykkt með áorðnum breytingum.

Nýjar ferðareglur sambandsins tóku nokkrum breytingum í meðförum þingnefndar og var þeim síðan vísað til nýrrar stjórnar til endanlegrar samþykktar. Miklar umræður urðu um aðar tillögur í þingnefndum og var samþykkt eftir umræður og nokkrar breytingar í nefndum tillögur um að ráða starfsmann, skipun nefndarmanna í mótanefnd, fjölgun réttindadómara á mótum og síðan var vísað til stjórnar að stofna starfshóp til að móta viðbrögð við höfuðáverkum og heilahristingi.

Reinharð Reinharðsson var endurkjörinn formaður sambandsins og nýr stjórnarmaður komu inn í aðalstjórn, Valgerður Helga Sigurðardóttir.
Einn nýr stjórnarmaður kom inn í varastjórn, María Helga Guðmundsdóttir.

Á myndinni er ný stjórn KAÍ 2018: Valgerður, Rut, María Helga, Jacqueline, María, Reinharð, Ævar og Arnar.