Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Vinnustaðakeppninni í Lífshlaupinu lýkur í dag

20.02.2018

Vinnustaðakeppni Lífshlaupsins lýkur á dag og því um að gera að nýta síðasta keppnisdaginn vel til hreyfinga og skráninga. Vefsíða Lífshlaupsins er lifshlaupid.is.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp úr Landsbankanum að taka hádegisæfingu á Arnarhóli. Landsbankinn er eins og staðan nú er efstur í keppninni.

Í gær var dregið í myndaleik Lífshlaupsins og hinn heppni myndasmiður sem fær vinning að þessu sinni er Anna Sigríður Valdimarsdóttir í liðinu Rauðliðarnir hjá Landgræðslu ríkisins. Hlýtur hún í verðlaun gjafabréf fyrir tvo ásamt leigðum skautum hjá Skautahöllinni í Laugardal. Anna Sigríður hefur deilt sínum flottum útivistarmyndum á göngu með hundinum Jaka, frá gönguskíðatúrum og fallegum nátturúmyndum frá Suðurlandinu.

Þátttakendur hafa verið sérlega duglegir að deila myndum og frásögnum af sjálfum sér og sínum vinnustað. Heppnir myndasmiðir hafa verið dregnir út og enn er vinningur í pottinum þannig að ekki láta deigan síga í deilingum með #lifshlaupid eða í gegnum heimasíðu Lífshlaupsins eða Facebook-síðu Lífshlaupsins.

Myndir með frétt