Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

PyeongChang 2018 - Keppni í fullum gangi

20.02.2018

Vetrarólympíuleikarnir í PyeongChang í Suður-Kóreu eru enn í fullum gangi. Leikunum lýkur þann 25. febrúar, en það kvöld fer lokahátíðin fram og verður sýnt á RÚV 2 kl.11:00. 

Íslenski hópurinn gistir í Ólympíuþorpi sem hýsir þátttakendur alpagreina, en það Ólympíuþorp er uppi í fjöllunum nálægt keppnisstöðum alpagreina. Annað Ólympíuþorp, sem hýsir jafnmarga þátttakendur, er niðri við strönd. Hluti íslenska hópsins tók því rólega við ströndina í Gangneung á frídegi sínum í gær og sést á meðfylgjandi mynd. 

Af leikunum er það að frétta að Norðmenn eru að standa sig einkar vel, en til þessa hafa þeir unnið til 11 gullverðlauna og 28 verðlauna samtals. Norðmenn unnu t.d. í fyrsta skipti til gullverðlauna í skíðastökki, en silfrið tóku Þjóðverjar eftir spennandi keppni. Verðlaunatöflu Vetrarólympíuleikanna 2018 má sjá hér. 

Til þessa hafa þrír fallið á lyfjaprófi á leikunum. Jap­an­inn Kei Sato, sem var varamaður í liði Jap­ana í skauta­ati, Rúss­inn Al­ex­and­er Krus­helnit­sky, sem var í krulluliði Rússa, og Ziga Jeglic leikmaður ís­hok­kíliðs Slóven­íu, hafa allir verið sendir heim af leikunum og eiga yfir höfði sér dóm vegna lyfjamisferlis.

Enn eiga tveir Íslendingar eftir að keppa:

22. feb - Svig karla - Sturla Snær Snorrason - kl. 01:15 / 04:45 (RÚV)
24. feb - 50 km ganga með hefðbundinni aðferð - Snorri Einarsson - kl. 05:00 (RÚV)

Keppnisstaðir
Alpensia, skíðaganga - Hér má sjá upplýsingar um svæðið.
Yongpyong, alpagreinar - Hér má sjá upplýsingar um svæðið.

Vefsíðu leikanna má finna hér.

Skíðasamband Íslands er á samfélagsmiðlum á meðan á leikunum stendur og hægt er að fylgjast með þeim hér:
Instragram: skidasamband
Snapchat: skidasamband

Fleiri myndir frá þátttöku Íslendinga á Vetrarólympíuleikunum má sjá á myndasíðu ÍSÍ.