PyeongChang 2018 - Sturla Snær keppti í gær
19.02.2018
Sturla Snær Snorrason tók þátt í stórsvigi karla á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í gær. Síðustu daga hefur verið gott veður á svæðinu og það var engin breyting á því í gær, um -5°frost, sól og logn.
Sturla Snær náði ekki að klára fyrri ferðina sína. Eftir að hafa átt nokkuð góða ferð hlekktist Sturlu aðeins á neðarlega í brautinni með þeim afleiðingum að hann datt og missti af hliði.
Austurríkismaðurinn Marcel Hirscher vann sannfærandi sigur í stórsviginu. Heildarúrslit má sjá hér.
Sturla Snær tekur næst þátt í svigkeppninni sem fram fer fimmtudaginn 22. febrúar. Allar upplýsingar um íslensku keppendurna má sjá hér.