Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Tvær heiðranir á ársþingi UMSK

18.02.2018

94. ársþing UMSK fór fram í golfskála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar þriðjudaginn 13. febrúar sl.  Hanna Carla Jóhannsdóttir, Theodór Kristjánsson og Halla Garðarsdóttir voru kjörin ný í stjórn en aðrir í stjórn sambandsins eru Valdimar Leó Friðriksson formaður, Magnús Gíslason , Guðmundur Sigurbergsson, Lárus B. Lárusson og Þorsteinn Þorbergsson. Þingið gekk vel fyrir sig og var vel sótt og málefnalegt. Meðal annars var eftirfarandi ályktun aðildarfélaga UMSK samþykkt:

Við ætlum að bregðast við og leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. Við viljum fyrirbyggja ofbeldi og áreitni innan félaga okkar og munum bregðast við komi slík mál upp innan félagsins.

Ellen Dröfn Björnsdóttir DÍK og Ólafur Már Hreinsson Dansdeild HK voru sæmd Silfurmerki ÍSÍ fyrir störf sín fyrir dansíþróttina á Íslandi en það var Hafsteinn Pálsson ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ sem afhenti merkin. Ýmsar heiðursviðurkenningar voru einnig veittar af hálfu UMSK og má lesa allt um þær á heimasíðu sambandsins.
Á þinginu útnefndi UMSK íþróttakarl og íþróttakonu UMSK 2017 og hlutu þau Aron Dagur Pálsson, Stjörnunni og Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki þessa eftirsóttu titla.

Myndir með frétt