Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

PyeongChang 2018 - Elsa og Freydís Halla í eldlínunni

15.02.2018

Elsa Guðrún Jónsdóttir náði þeim merka áfanga í morgun að vera fyrst íslenskra kvenna til þess að taka þátt í skíðagöngu fyrir Íslands hönd. Elsa kom í mark á 31:12,8 mín­út­um og varð 6,12 mín­út­um á eft­ir Ólymp­íu­meist­ar­an­um Ragn­hild Haga frá Nor­egi. Elsa Guðrún, sem var 77. í rás­röðinni, hafnaði í 78. sæti af 90 kepp­end­um.

Freydís Halla Einarsdóttir keppti í stórsvigi kl.01 að íslenskum tíma í nótt. Freydís skíðaði af öryggi í fyrri ferðinni og var hún í 51. sæti að henni lokinni. Í síðari ferðinni féll hún hins vegar og náði því ekki að klára. 

Á morgun keppir Freydís í svigi. Fyrri ferð hefst kl. 01:00 og sú seinni kl. 04:15 á íslenskum tíma. Freydís Halla verður með rásnúmer 48 af alls 78 keppendum sem koma frá 49 þjóðum.

Hér má sjá allar upplýsingar um keppni Íslendinganna á XXIII Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu.

Skíðasamband Ísland er virkt á samfélagsmiðlum og hvetur ÍSÍ fólk til þess að fylgjast með ævintýrum íslenska hópsins á þeim:
Instagram: skidasamband
Snapchat: skidasamband

Myndir með frétt