Göngufótboltinn í Þrótti
Göngufótbolti hjá Þrótti hóf göngu sína þann 1. desember 2017 á Eimskipsvellinum í Laugardal. Göngufótbolti er fótbolti ætlaður eldri iðkendum og er markmiðið að hvetja eldri borgara og aðra til þess að stunda heilbrigða hreyfingu í góðum félagsskap. Íþróttin hefur notið töluverðra vinsælda í Englandi og á Norðurlöndunum.
Vegna óhagstæðrar tíðar undanfarnar vikur hefur lítið orðið úr áætluðum göngufótbolta hjá Þrótti. Nú er hins vegar búið að úthluta göngufótboltafólki tíma, á miðvikudögum kl. 12.30, í Sporthúsinu í Kópavogi. Þróttur hvetur eldra fólk, konur og karla, til að koma við og kynna sér þessa skemmtilegu ábót við íþróttaflóruna.
Göngufótboltinn hefst aftur á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, og nú getur veðrið ekki stöðvað neinn.Nánar má lesa um göngufótboltann á vefsíðu Þróttar og ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Ótthar Edvardsson, otthar@throttur.is.