Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

PyeongChang 2018 - Allir keppendur mættir

05.02.2018

Allir fimm íslensku keppendurnir á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018 eru komnir í Ólympíuþorpið eftir langt ferðalag frá Íslandi, Noregi og Bandaríkjunum.  Hluti farangurs skilaði sér ekki með hópnum en barst síðdegis í gær og því allt til reiðu fyrir dagskrá næstu daga.

Fyrsti dagurinn var tekinn rólega og hópurinn kynnti sér Ólympíuþorpið og þá aðstöðu sem þar er að finna auk þess sem að þjálfarar kynntu sér aðstöðu á keppnissvæði skíðagöngu og alpagreina.

Í dag, mánudaginn 5. febrúar, hefjast æfingar en fyrsti formlegi viðburðinn verður móttökuhátíð í Ólympíuþorpinu fimmtudaginn 8. febrúar nk. og hefst hún kl. 12.00 að staðartíma.