Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Lífshlaupið 2018 hefst á morgun

30.01.2018

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst á morgun, miðvikudaginn 31. janúar 2018. Setningarhátíðin fer að þessu sinni fram í Vættaskóli-Borgum í Grafarvogi. Stutt ávörp verða flutt af Þuríði Óttarsdóttur skólastjóra og heiðursgestunum Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ, Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Að því loknu verður Lífshlaupið sett formlega í gang með atriðum nemenda Vættaskóla og verður hópurinn leiddur í gegnum lauflétta og bráðskemmtilega Lífshlaupshlaupabraut í tilefni dagsins.

Vefsíða Lífshlaupsins er lifshlaupid.is.

Facebook síðu Lífshlaupsins má sjá hér