Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íþróttaleikar RIG formlega settir í gær

26.01.2018

Íþróttaleikarnir WOW Reykjavik International Games voru formlega settir í Háskólanum í Reykjavík í gær. Leikarnir eru í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Það var borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, sem opnaði þessa miklu íþróttahátíð sem framundan er. Í dag eru þrjár keppnisgreinar á dagskránni: badminton, listskautar og sund.

Keppni í badminton hefst í TBR húsinu við Gnoðarvog kl.9:00. Hægt er að fylgjast með framgangi mála í badmintonkeppninni hér.

Í Skautahöllinni í Laugardal hefst keppni í listskautum klukkan 12:00 og stendur yfir til klukkan 20:05 í kvöld. Dagskrá keppninnar, lista yfir keppendur og fleira gagnlegt má finna hér.

Þátttakendur í sundi hefja keppni klukkan 16:15 í Laugardalslauginni í dag og er áætlað að hún standi yfir til klukkan 19:36. 244 keppendur frá sjö löndum taka þátt í mótinu sem eru auk Íslands Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Grænland og Ítalía. Dagskrá, keppendalista, tölfræði og fleira gagnlegt má finna hér.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við setningu leikanna í gær.

Vefsíða leikanna er rig.is.

Myndir með frétt