Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Úlfur tilnefndur í Siðanefnd Alþjóðasiglingasambandsins

23.11.2017

Á þingi World Sailing eða Alþjóðasiglingasambandsins sem fram fór í Puerto Vallarta í Mexíkó nú i nóvember, tilnefndi framkvæmdastjórn sambandsins Úlf H. Hróbjartsson, fyrrum formann Siglingasambands Íslands og meðlim í framkvæmdastjórn ÍSÍ, í Siðanefnd sambandsins (Ethics Commission). Siðanefndin hefur það hlutverk að gæta að góðu siðferði innan sambandsins og meðal keppenda í siglingum. Nefndinni ber einnig að endurskoða siðareglur sambandsins og veita ráðgjöf um notkun þeirra. Einnig ber nefndinni að rannsaka möguleg brot á siðareglunum og gera tillögur að refsingum ef svo ber undir.  Úlfur á einnig sæti í Þróunar- og álfunefnd (Development and Regions Committee) í World Sailing ásamt því að sitja í Council World Sailing sem fulltrúi Norður- og Eystrasaltslandanna.

Starfstímabil nefndarinnar er fjögur ár en ásamt Úlfi sitja eftirfarandi einstaklingar í nefndinni, :  John Faire (NZL) formaður, Dieter Neupert (SUI) varaformaður, Manuel J Martin (ESP), Ser Miang Ng (SGP), Jo Keen (AUS), Nicholas Hénard (FRA) og Helen-Mary Wilkes (IRL).