Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Norrænn fundur um þjálfaramenntun

03.11.2017

Norrænn fundur um þjálfaramenntun og þróun hennar var haldinn í Helsinki dagana 31. október og 1. nóvember sl. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri er fulltrúi ÍSÍ í norrænni nefnd um þetta mikilvæga málefni ásamt fulltrúum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands og hefur nefndin komið saman árlega í mörg ár. Auk meðlima nefndarinnar sátu hluta fundarins 25 aðrir aðilar sem komu ýmist frá finnsku Ólympíunefndinni eða hinum ýmsu sérsamböndum. Fundurinn var góður í alla staði og margt athyglisvert til umræðu og skoðunar hvað varðar þróun og ágæti menntunar íþróttaþjálfara. Gæði í íþróttaþjálfun, rannsóknir, gildi, þróun, menntakerfi og námsleiðir ásamt deilingu þekkingar og reynslu var meðal þess sem rætt var á fundinum. Næsti fundur verður haldinn í Svíþjóð á næsta ári.

Myndir með frétt