Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Skylmingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

27.10.2017Skylmingasamband Íslands (SKY) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 1,7 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Á þessu ári hafa fjölmargir einstaklingar og lið verið að keppa á Evrópumeistaramótum og heimsmeistararmótum, sem og heimsbikarmótum víðsvegar um heiminn. Þá hafa einstaklingar staðið sig vel sérstaklega vel á Norðurlandamótum í öllum aldursflokkum. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ skiptir Skylmingasambandið miklu máli og hjálpar til við að efla enn frekar það afreksstarf sem er í gangi innan sérsambandsins og þá sérstaklega undirbúning og þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.

Á myndinni má sjá þau Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ, Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, Nikolay Ivanov Mateev, formann SKY og Kristmund Bergsveinsson, gjaldkera SKY.

Myndir með frétt