Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Erindi Vilhjálms dómara á ráðstefnu Sýnum karakter

27.10.2017

Ráðstefnan Sýnum karakter - Allir með fór fram í október sl. Ráðstefnan var tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar og voru þátttakendur á aldrinum 13-25 ára. 

Ráðstefnan var tekin upp og er nú búið að birta fyrirlestur dómarans Vilhjálms Alvars Þórarinssonar og viðtal við íþróttafólk sem sótti ráðstefnuna, ásamt erindi Fjolla Shala knattspyrnukonu.

Hér má sjá erindi Vilhjálms.

Vefsíða Sýnum karakter er synumkarakter.is og verkefnið er einnig með facebook-síðu undir nafninu Sýnum karakter.

Sýnum karakter er samstarfsverkefni  Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Um ár er síðan ÍSÍ og UMFÍ ýttu verkefninu úr vör. Sýnum karakter fjallar um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. 

Á meðal þeirra sem fluttu einnig erindi á ráðstefnunni voru Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri í HR, Vanda Sigurgeirsdóttir og körfuboltaþjálfarinn Pálmar Ragnarsson. Erindi þeirra verða birt innan nokkurra daga.

Myndir frá ráðstefnunni má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér.

Hér fyrir neðan má sjá þau myndbönd sem Sýnum karakter hefur birt en einnig á Youtube-síðu Sýnum karakter