Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Badmintonsamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

25.10.2017Badmintonsamband Íslands (BSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 2.200.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Badmintonsamband Íslands hefur það að markmiði sínu að senda Afrekshóp Badmintonsambandsins á sem flest alþjóðleg mót á ári hverju. Með því móti vinna leikmenn sig upp heimslistann og eiga í framhaldinu auðveldara með að komast inn í enn sterkari mót. Heimslistann mynda tíu bestu mót keppenda á ári hverju og ræður listinn því hvaða keppendur fá keppnisrétt á stærstu mótin sem og á Ólympíuleikana.

Á fyrri hluta árs hafa keppendur í Afrekshópi Badmintonsambandsins keppt á alþjóðlegum mótum, s.s. í Króatíu, Lettlandi og Litháen, en þau eru öll á evrópsku mótaröðinni. Fleiri alþjóðleg mót eru á dagskrá síðari hluta ársins en auk þess er undirbúningur hafinn vegna þátttöku í heimsmeistaramóti liða, Thomas og Uber Cup, sem fram fer í Kazan í Rússlandi í byrjun næsta árs. Viðbótarstyrkur Afrekssjóðs ÍSÍ skiptir miklu máli gagnvart undirbúningi og þátttöku í þeim alþjóðlegu verkefnum sem sambandið tekur þátt í.

Á myndinni má sjá þau Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, Kristján Daníelsson, formann BSÍ og Margréti Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra BSÍ við undirritun samnings á milli Afrekssjóðs ÍSÍ og BSÍ.