Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Heiðurshöll ÍSÍ - Myndbönd

20.10.2017

Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Sextán íþróttamenn eru nú í Heiðurshöll ÍSÍ.

Hér má sjá síðu Heiðurshallar ÍSÍ.

Á Vimeo-síðu ÍSÍ má sjá myndbönd sem RÚV gerði í tilefni þess að viðkomandi íþróttafólk var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ.

Hér má sjá myndasíðu Heiðurshallar ÍSÍ.

 

Heiðurshöll Bjarni Friðriksson from ISI on Vimeo.

Heiðurshöll Vala Flosadóttir from ISI on Vimeo.