Tennissamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ
19.10.2017Tennissamband Íslands (TSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 200.000 kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 600.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Stærstu verkefni TSÍ á árinu 2018 voru Davis Cup og FED cup sem fóru fram fyrri hluta ársins. Alþjóðlegt umhverfi tennisíþróttarinnar er gríðarlega sterkt og standa íslenskir afreksspilarar ekki jafnfætis keppinautum sínum erlendis þar sem gríðarlegur munur er á æfingaraðstöðu, vallartíma og fjárhagslegum stuðning. TSÍ hefur hug á að efla þátt afreksþjálfunar innan TSÍ, en sambandið sér framá vöntun á iðkendum inn í vissa aldursflokka og hefur því ákveðið að fara markvisst í hæfileikamótun og bæta við æfingum fyrir afrekshópa. Stuðningur Afrekssjóðs ÍSÍ skiptir því máli gangvart eflingu afreksstarfs sérsambandsins.
Á myndinni má sjá þau Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, Ástu M. Kristjánsdóttur, formann TSÍ og Hjört Þór Grétarsson, gjaldkera TSÍ.
Stærstu verkefni TSÍ á árinu 2018 voru Davis Cup og FED cup sem fóru fram fyrri hluta ársins. Alþjóðlegt umhverfi tennisíþróttarinnar er gríðarlega sterkt og standa íslenskir afreksspilarar ekki jafnfætis keppinautum sínum erlendis þar sem gríðarlegur munur er á æfingaraðstöðu, vallartíma og fjárhagslegum stuðning. TSÍ hefur hug á að efla þátt afreksþjálfunar innan TSÍ, en sambandið sér framá vöntun á iðkendum inn í vissa aldursflokka og hefur því ákveðið að fara markvisst í hæfileikamótun og bæta við æfingum fyrir afrekshópa. Stuðningur Afrekssjóðs ÍSÍ skiptir því máli gangvart eflingu afreksstarfs sérsambandsins.
Á myndinni má sjá þau Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, Ástu M. Kristjánsdóttur, formann TSÍ og Hjört Þór Grétarsson, gjaldkera TSÍ.