Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Paralympic dagurinn 21. október

19.10.2017

Paralympic-dagurinn er stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 21. október nk. frá kl. 11:00-13:00 í innilauginni í Laugardal og frá kl. 13:00-16:00 í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

Markus Rehm, einn fremsti frjálsíþróttamaður heims úr röðum fatlaðra, verður sérstakur gestur Paralympic-dagsins í ár. Markus er heimsmethafi í langstökki í flokki F44 og lengsta stökk hans er 8,40 metrar, sem þýðir að hann er meðal þeirra allra bestu í heiminum, jafnt í flokki fatlaðra og ófatlaðra. Hann er einnig meðlimur í Team Össur, en það er hópur afreksíþróttafólks úr röðum fatlaðra. Þess má geta að Helgi Sveinsson, spjótkastari, er einnig meðlimur í Team Össur.

Paralympics er stærsta íþróttamót fatlaðra afreksmanna í heiminum. Fólk með fötlun er sérstaklega hvatt til að mæta í Laugardalinn og kynna sér íþróttaflóruna. 

ÍSÍ hvetur fólk til þess að mæta á þennan skemmtilega viðburð á vegum Íþróttasambands fatlaðra og kynna sér allt það helsta í íþróttum fatlaðra hérlendis.

Hér má lesa nánar um Paralympics-daginn 21. október.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

Myndir með frétt