Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Netratleikur Forvarnardagsins

17.10.2017

Þann 4. október sl. fór Forvarnardagur forseta Íslands fram. Í tilefni af deginum heimsótti Guðni Th. Jóhannesson forseti tvo skóla; Hólabrekkuskóla í Breiðholti og Fjölbrautaskólann í Garðabæ.

Dagurinn er helgaður þremur heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forsetinn ræddi við nemendur skólanna um þessi heillaráð: Að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, að verja klukkustund á dag með fjölskyldu og að bíða sem lengst með að neyta áfengis. Forsetinn heimsótti kennslustofur í ýmsum greinum og svaraði fjölmörgum fyrirspurnum nemenda um margvísleg málefni. Forsetinn bendi nemendum einnig á netratleik Forvarnardagsins, en leiknum lýkur á morgun, þann 18. október.

Í netratleik Forvarnardagsins er ferðalag um vefsíður Skátanna, Ungmannafélags Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Finna þarf rétt svör og fræðast um starfsemi félaganna um leið. Allir geta fundið íþrótta- og tómstundastarf við sitt hæfi.

Dregið verður úr nöfnum þeirra sem ljúka leiknum og forseti Íslands, Guðnit Th. Jóhannesson, afhendir sex heppnum þátttakendum 50.000 kr. gjafabréf frá 66°NORÐUR við athöfn á Bessastöðum. 

Hér á vefsíðu Forvarnardagsins er hægt að taka þátt í netratleiknum.