Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Útdráttur í Norræna skólahlaupinu

05.10.2017

Norræna skólahlaupið er fyrir löngu orðinn fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla, en ÍSÍ heldur utan um framkvæmd hlaupsins. Síðastliðin þrjú ár hafa þrír skólar verið dregnir út úr þeim hópi skóla sem lokið hafa hlaupinu í september og fær hver skólanna 100.000 króna gjafabréf í Altis sem selur áhöld sem hægt er að nýta á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.

Í ár voru það Klébergsskóli í Reykjavík, Sunnulækjarskóli á Selfossi og Húnavallaskóli í Austur-Húnavatnssýslu sem hlutu vinninginn en þess má geta að Húnavallaskóli var einnig dreginn úr pottinum í fyrra.

Það sem af er þessu skólaári hafa 61 skólar lokið hlaupinu og sent inn skilagrein, en alls hafa 16.345 nemendur lokið hlaupinu og hlaupið 55.627 kílómetra. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir, 2.5, 5 og 10 km.

Frá upphafi hefur Mjólkursamsalan styrkt hlaupið með útgáfu viðurkenningarskjala en hlaupið er einnig styrkt af Evrópuráðinu. Enn er hægt að hlaupa, skila inn niðurstöðum og fá send viðurkenningarskjöl.

Lesa má meira um Norræna skólahlaupið hér á vefsíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt