Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er í dag

04.10.2017

Í dag er 4. október og það er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn um allan heim og markar sá dagur leiðarlok verkefnisins hér á Íslandi þetta árið. Alls tóku 70 grunnskólar þátt og er það aukning miðað við árið áður þegar að 67 skólar voru með. Fjöldamörg fræðsluverkefni, þemadagar og viðburður áttu sér stað í grunnskólum víðsvegar um landið og vonandi hefur sú vitundarvakning bæði verið til gagns og gamans.

Við hvetjum alla til að halda áfram að senda okkur efni, myndir og frásagnir af því sem fram fór þannig að hægt sé að deila með öðrum þátttakendum og áhugasömum. Að sjálfsögðu vonumst við til þess að nemendur, foreldrar, skólastarfsmenn og aðrir haldi áfram að notast við virkan fararmáta í leik og starfi. Heilbrigð hreyfing sem skilar vistvænum árangri er allra hagur.

Vefsíða Göngum í skólann er gongumiskolann.is