Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Hjólum í skólann í september

26.09.2017

ÍSÍ stendur fyrir hvatningarverkefninu Hjólum í skólann 2017 þar sem framhaldsskólanemendur og starfsfólk framhaldsskólanna er hvatt til að nota virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla. Verkefnið er í fullum gangi nú í september.

Virkur ferðamáti felst í því að nýta sitt eigið afl til að ferðast með því að ganga, hjóla, nota hjólabretti eða línuskauta en einnig má nýta sér strætó til samgangna. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Hér má sjá vefsíðu Hjólum í skólann.

Fyrirkomulagið er þannig að skólar skrá sig inn hér á vefsíðu Hjólum í skólann með stuttri lýsingu á aðstöðu hjólafólks í skólanum og hvað skólinn ætlar að gera til að hvetja nemendur og starfsfólk til að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skólanum. Opið er fyrir skráningu á framhaldsskólum núna og út septembermánuð og eru kennarar og skólastjórnendur þeirra hvattir til að skrá sinn skóla ásamt því að hafa viðunandi hjólaaðstöðu fyrir hjólreiðafólk.

Góð þátttaka var hjá nemendum og starfsfólki framhaldsskóla í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna fyrr á árinu og því tilvalið að skrá sig einnig í Hjólað í skólann.

Lífshlaupið er alltaf í gangi svo að hægt er að skrá sína hreyfingu á vefsíðu Lífshlaupsins allt árið.