Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Setning í Víðistaðaskóla á morgun

05.09.2017

Göngum í skólann 2017 verður sett hátíðlega af stað á morgun, miðvikudaginn 6. september, í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Þetta er í ellefta sinn sem verkefnið er ætlað grunnskólabörnum og markmið þess er að hvetja þau til að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla.

Flutt verða stutt ávörp og munu nemendur flytja tónlistaratriði fyrir gesti og einnig mun Jón Jónsson Hafnfirðingur syngja nokkur lög. Að því loknu verður verkefnið gangsett með viðeigandi hætti þar sem nemendur, starfsfólk Víðistaðaskóla og gestir munu ganga stuttan hring í nærumhverfi skólans.

Enn er hægt að skrá grunnskóla til þátttöku og verður það í boði fram að hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi þann 4.október nk.

Vefsíða Göngum í skólann er gongumiskolann.is