Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ráðstefnan Aldrei of seint á Vimeo

15.08.2017

Þann 16. mars 2017 stóð ÍSÍ í samstarfi við Öldrunarráð Íslands, Landssamband eldri borgara, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra fyrir ráðstefnu um málefni eldri aldurshópa í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Aldrei of seint – Heilsuefling eldri aldurshópa.

Ráðstefnan var öllum opin og aðgangur ókeypis.

Hér, á Vimeo-síðu ÍSÍ, má sjá ráðstefnuna í heild sinni.

Rannsóknir hafa margsinnis staðfest að hreyfing og hollt mataræði leika lykilhlutverk í að bæta heilsu eldri borgara. Hvað ætla stjórnvöld að gera til að hrinda í framkvæmd markvissri heilsueflingu eldri borgara?

Á ráðstefnunni var annars vegar farið ofan í saumana á því hvernig best er að standa að þessari heilsueflingu, fjallað um félagslega þáttinn og þátt næringar og hvers konar heilsurækt henti fólki í eldri aldurshópum. Meðal þeirra sem tóku til máls eru öldrunarlæknir, íþrótta- og heilsufræðingur, heilsuhagfræðingur, félagsfræðingur og fyrrum íþróttamaður.

Borgarstjóri, landlæknir, heilbrigðisráðherra og sveitarstjóri sátu fyrir svörum um það hvernig stjórnvöld ætla að beita sér í þessum efnum.

Myndir frá ráðstefnunni má sjá hér.