Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ólympíuleikarnir í París 2024

10.08.2017

París og Los Angeles hafa undanfarna mánuði verið að keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024, en nú er orðið ljóst að Ólympíuleikarnir 2024 verða haldnir í París. Ólymp­íu­leik­arn­ir 2028 verða síðan haldn­ir í Los Ang­eles. Alþjóðaólymp­íu­nefnd­in til­kynnti í júní sl. að París og Los Angeles myndu halda þessa tvennu Ólymp­íu­leika í röð. Full­trú­ar beggja borga vildu hins vegar halda leik­ana árið 2024. Alþjóðaólympíunefnd­in gaf full­trúum borg­anna frest fram í september nk. til að kom­ast að sam­komu­lagi um niðurröðun­ina. Að öðrum kosti hefði þurft að kjósa.

París laut í lægra haldi fyrir London í baráttunni um leikana árið 2012. Ólympíuleikarnir fóru fram í París árin 1900 og 1924. 

París er með glæsilega vefsíðu í tengslum við leikana. Vefsíðuna má sjá hér.