Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Lífshlaupið fer fram allt árið

10.07.2017

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í einstaklingskeppninni geta allir tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið. Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín. í senn

Vefsíða Lífshlaupsins er lifshlaupid.is. Skráðu þig til leiks hér

Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er, þ.e. í frítíma, í vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu Embættis landlæknis.  

ÍSÍ hvetur alla til að skrá sig og taka þátt í þessu frábæra verkefni sem Lífhlaupið er.

ÍSÍ bendir á að:
- Nú er hægt að lesa inn hreyfingu úr snjallforritunum Strava og Runkeeper.
- Einungis er hægt að skrá á sig hreyfingu 5 daga aftur í tímann. Þetta er gert til þess að hvetja fólk til að skrá hjá sér hreyfinguna jafnt og þétt yfir tímabilið
- Endilega hafa samband við ÍSÍ ef vandamál koma upp.