Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Sumarfjarnám ÍSÍ

20.06.2017

Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs er nú komið í fullan gang. Um 50 nemendur eru í fjarnáminu að þessu sinni og eru þeir búsettir vítt og breytt um landið og koma frá fjölmörgum íþróttagreinum. Aldursdreifing nemenda er líka nokkuð mikil að þessu sinni þar sem nemendur eru allt frá 16 ára og að sextugsaldri. Sem dæmi um íþróttagreinar sem þátttakendur hafa áhuga á að þjálfa má nefna körfuknattleik, handknattleik, knattspyrnu, blak, skíðaíþróttir, fimleika, sund, jódó, skautaíþróttir, karate, hnefaleika, taekwondo, keilu og kajak- og kanóróður. Nám 1. stigs tekur 8 vikur og nám 2. stigs 5 vikur.

Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000.