Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Baldvin Fróði og Eva verða fulltrúar ÍSÍ á námskeiði í Ólympíu

16.06.2017

Dagana 17. júní – 1. júlí fer fram námskeið fyrir unga þátttakendur í Ólympíu í Grikklandi. Tveir þátttakendur munu taka þátt fyrir hönd ÍSÍ en þau eru Baldvin Fróði Hauksson og Eva Hannesdóttir en þau voru valin úr nokkrum hópi umsækjenda.

Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur og verður aðal umfjöllunarefnið að þessu sinni stjórnun, siðferði og menntun í íþróttum og í Ólympíuhreyfingunni. Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum og umræðuhópum, en einnig er mikil áhersla lögð á að fulltrúar þjóðanna kynnist, t.d. með þátttöku í íþróttum, á meðan á dvölinni stendur. Þess má geta að Eva keppti í sundi á Ólympíuleikunum í London 2012. Bæði eru þau virk í starfi í sínum greinum, Baldvin sem þjálfari í handbolta og Eva sem þjálfari í sundi.