Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Námskeið í bogfimi styrkt af Ólympíusamhjálpinni

15.06.2017

Vikuna 7.-14. júní hefur Bogfiminefndin staðið fyrir þjálfaranámskeiði með styrk frá Ólympíusamhjálpinni (OS). Kennari á námskeiðinu var Pascal Colmaire frá Alþjóða bogfimisambandinu. Sex aðilar útskrifuðust með þjálfararéttindi á 1. stigi að námskeiðinu loknu. Mikill vöxtur hefur verið í íþróttagreininni á undanförnum árum og því mikilvægt að mennta þjálfara til að taka á móti nýjum iðkendum. Mikil ánægja var með námskeiðið en þetta er í annað sinn sem Bogfiminefndin stendur fyrir námskeiði af þessu tagi með styrk frá OS.


Pascal Colmaire og Indriði R. Grétarsson stjórnarmaður í Bogfiminefndinni notuðu tækifærið og funduðu með Höllu Kjartansdóttur og Ragnhildi Skúladóttur um þróun og uppbyggingu íþróttagreinarinnar með sérstaka áherslu á menntun.

Myndir með frétt