Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Ljósmyndasamkeppni Ólympíusafnsins

09.06.2017

Ólympíusafnið efnir til ljósmyndasamkeppni undir heitinu „Minn íþróttavettvangur“. Keppnin stendur frá 24. maí til 11. júlí nk. Markmið Ólympíusafnsins með keppninni er að safna saman myndum frá almenningi sem sýna fólk, fjölskyldur, vini og börn stunda íþróttir á óvenjulegum stöðum eða á óvenjulegan hátt. Boðskapur ljósmyndasamkeppninnar er sá að íþróttir eru ekki einungis stundaðar af atvinnuíþróttafólki á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum heldur alls staðar í heiminum á öllum tímum dags. 

Þann 12. júlí mun alþjóðleg nefnd velja þrjár bestu myndirnar í keppninni sem og 100 myndir sem best lýsa Ólympíuandanum. Einnig verða veitt verðlaun fyrir þær þrjár myndir sem almenningur telur bestar. Fleiri verðlaun eru í boði í ljósmyndasamkeppninni en nánar má lesa um ljósmyndasamkeppnina hér.

Smelltu hér til þess að taka þátt í ljósmyndakeppninni. 

Myndir með frétt