Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

GSSE 2017: Gull í bogfimi

02.06.2017

Helga K. Magnús­dótt­ir vann til gull­verðlauna í bogfimi með trissuboga í dag. Hún vann kepp­anda frá Lúx­em­borg í úrslitum 140:129. Mar­grét Ein­ars­dótt­ir vann til bronsverðlauna í bogfimi með trissuboga. Hún vann keppanda frá San Marínó í keppni um bronsverðlaunin, 137:133.

Tvær ís­lensk­ar bog­fim­isveit­ir, karlasveit og blönduð sveit, unnu til bronsverðlauna í dag. Blandaða sveitin vann San Marínó 151:148 í viðureign um bronsið. Karla­sveit­in vann Kýp­ur 330:222 í viðureign um bronsið.