GSSE 2017: Gull og landsmet í sundi
Íslenska boðsundssveitin vann til gullverðlauna í 4x100 m skriðsundi kvenna. Bryndís Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Bryndís Bolladóttir syntu á tímanum 3:49,24 sek. Mónakó varð í 2. sæti.
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til gullverðlauna í 400 m fjórsundi á tímanum 4:55,05 sek. Önnur var Stefanidou frá Kýpur. Sunneva Friðriksdóttir varð í 4. sæti, rúmum átta sekúndum á eftir Hrafnhildi.
Davíð Aðalsteinsson, Kristófer Sigurðsson, Aron Stefánsson og Kristinn Þórarinsson unnu til silfurverðlauna í 4x100 m skriðsundi karla á tímanum 3:27,39 sek. Þeir settu þar með nýtt landsmet.
Bryndís Bolladóttir hafnaði í 5. sæti í 800 m skriðsundi á tímanum 9:17,18.
Viktor Máni Vilbergsson hafnaði í 5. sæti í 400 m fjórsundi á tímanum 4:49,89.
Hafþór Sigurðsson hafnaði í 4. sæti í 1500 m skriðsundi á tímanum 16:19,55 og Þröstur Bjarnason í 6. sæti, 24 sek. á eftir.